Fjölærar plöntur og skrautgrös

13jún17:00Fjölærar plöntur og skrautgrösFjarnámskeið17:00(GMT+00:00)

Nánar um viðburð

Fjölærar blómplöntur og skrautgrös eru fjársjóður sem gefur gleði allan ársins hring. Þær sígrænu á veturna, blómríkar og blaðfallegar frá vori og fram á haust.

Á námskeiðinu verður fjöldi tegunda fjölæringa og skrautgrasa kynntur. Hugað að blómríkum garði, tegundum sem blómgast að vori og svo koll af kolli fram á vetur. Skoðað hvaða tegundir henta í trjábeðin, í blómabeð, í potta og í blómaengi. Einnig tegundir sem breiða úr sér með sáningu og jarðrenglum, þær henta vel í blómaengi og villta garða. Farið yfir ræktun, næringarþörf og fjölgun og hugað að því hvernig má raða fjölæringum eftir útliti, hæð, lit og lögun blaða og blóma og þær sem ilma vel. Fjöldi mynda prýðir námskeiðið og nemendur fá glærurnar að því loknu.

Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og framkvæmdarstjóri Auður allt árið.

Tími

(Fimmtudagur) 17:00(GMT+00:00)