Gerðu þinn eigin jólakrans

07dec17:00Gerðu þinn eigin jólakrans17:00(GMT-11:00)

Nánar um viðburð

Verklegt námskeið um kransa og kransagerð þar sem þátttakendur læra að vefja sinn eiginn jólakrans.   

Á námskeiðinu verður fræðsla um blómakransa í gegnum tíðina.  Kennd verða undirstöðuatriði og tækni við að vefja krans í fallegt handverk. Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að binda sinn eigin krans og verða fær um að gera sína eigin kransa.  

Áhersla er á að nota hráefni úr náttúrunni eins og unnt er.  

Hráefni í krans er innifalið í námskeiðinu og þátttakendur fara heim með sinn krans í lok námskeiðs.  

Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður. Eigandi blómaverkstæðisins Salvíu. 

Fimmtudaginn 7. desember

17:00-20:00 

Stéttin Húsavík 

Verð 28.000kr 

Athugið að Þekkingarnet Þingeyinga, Framsýn og fræðslusjóðirnir Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt eru í samstarfi sem þýðir að félagsmenn í Framsýn og eiga rétt í fræðslusjóðunum sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.  

Námskeiðið eru öllum opið og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi. 

 

Tími

(Fimmtudagur) 17:00(GMT-11:00)

Staðsetning

Þekkingarnet Þingeyinga, Húsavík