Leikskólaliði og stuðningsfulltrúi

Leikskólaliði og stuðningsfulltrúiYear Around Event (2023)

Nánar um viðburð

Námið er kennt á 4 önnum og er aðallega sveigjanlegt fjarnám með einni staðlotu í hverjum áfanga. Um er að ræða tvær námsleiðir sem kenndar eru samhliða, en þær innihalda sömu áfanga að langmestu leyti. Einn áfangi er kenndur í einu og tekur yfirleitt 4 vikur.  Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar og/eða stuðningsfulltrúar að námi loknu

Nám fyrir stuðningsfulltrúa  styrkir fagvitund og áhersla er lögð á uppeldisfræði, fötlunarfræði, sálfræði, samskipti og listsköpun.  Stuðningsfulltrúar koma að umönnun, uppeldi og menntun barna og ungmenna með sérþarfir.

Stuðningsfulltrúar eru m.a. að:

  • Aðstoða nemendur við að vera virkir í skólastarfi
  • Aðlaga verkefni að getu nemanda
  • Styrkja jákvæða hegðun nemenda
  • Aðstoða nemendur við athafnir daglegs lífs ef þörf er á
  • Styðja nemendur í félagslegum samskiptum
  • Aðstoða við þátttöku í tómstundastarf.

Nám fyrir leikskólaliða veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Áhersla er lögð á uppeldisfræði, sálfræði, listsköpun og notkun leikja.

Leikskólaliðar eru m.a að:

  • Aðstoða börn við athafnir daglegs lífs og ýta undir sjálfstæði þeirra
  • Stuðla að listsköpun, hreyfingu, vettvangsferðum og markvissri málörvun
  • Veita börnum með sérþarfir stuðning í daglegu starfi undir leiðsögn sérkennara/deildarstjóra
  • Leikskólaliðar starfa samkvæmt aðalnámsskrá við uppeldi, kennslu og umönnun leikskólabarna í samstarfi við aðra starfsmenn leikskólans

Tími

Year Around Event (2023)

Staðsetning