Losunarbókhald sveitarfélaganna

28feb10:00Losunarbókhald sveitarfélagannaEingöngu ætlað starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra10:00(GMT+00:00)

Nánar um viðburð

Losunarbókhald sveitarfélaganna

Flokkur: Loftum

Eingöngu ætlað starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. 

Losunarbókhald gefur sveitarfélögum yfirsýn yfir losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og er gagnlegt tól til að leggja mat á kolefnisspor til að hægt sé að draga úr því á markvissan og hagkvæman hátt.

Losunarbókhaldið er meginliðurinn í grænu bókhaldi sem æskilegt er að sveitarfélög sem eru þátttakendur í Grænu skrefunum standi skil á auk þess sem þetta er lykilatriði  til þess að uppfylla ákvæði í lögum um loftslagsmál.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hugtök og aðferðafræði Greenhouse gas protocol (GHG-protocol) kynnt. Leiðarvísir GHG-protocol er í notkun víða um heim til að reikna losun frá rekstri og byggir losunareiknir í verkfærakistu sveitarfélaganna á þeirri aðferðafræði.

Farið verður yfir ávinninginn af því að halda slíkt bókhald fyrir sveitarfélög, hvaða gögnum þarf að safna og gagnlegar venjur til þess að einfalda gagnasöfnun.

Fyrirkomulag: Fræðsla í rauntíma í gegnum Zoom.

Tímasetning:  28. febrúar kl 10:00-12:00

Markhópur: Starfsfólk sveitarfélaga sem vinnur á fjármáladeildum og/eða að Grænum skrefum í loftlagsmálum.

Leiðbeinandi: Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir, Ráðgjafi á sviði umhverfis og nýsköpunar hjá SSNV

 

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið gefa: 

Kristín Björk – 460-5724 – kristin@simey.is
Ingunn Helga – 460-5727 – ingunn@simey.is
Hilmar Valur – 464-5100 – hilmar@hac.is

Tími

(Miðvikudagur) 10:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Netnámskeið