Loftslagsmál, losunarbókhald og allt hitt

09nov11:00Loftslagsmál, losunarbókhald og allt hittLOFTUM - Námskeiðið er eingöngu ætlað starfsfólki og kjörnum fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. 11:00

Nánar um viðburð

Loftslagsmál, losunarbókhald og allt hitt

Rafn Helgason sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun heldur stuttan fyrirlestur um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Farið verður yfir skuldbindingar og markmið Íslands í loftslagsmálum. Sérstök áhersla verður lögð á mismunandi flokka losunar og hvernig þeir skiptast milli mismunandi skuldbindinga. Farið verður yfir helstu hugtök og áherslumál sem snerta losunarbókhald Íslands. Einnig verður farið yfir framreiknaða losun (spá um losun gróðurhúsalofttegunda) og hún sett í samhengi við skuldbindingar og markmið.

Rík áhersla verður á samtal um málefnið.

Eftir fræðsluna ættu kjörnir fulltrúar að þekkja muninn á skuldbindingum og markmiðum Íslands í loftslagsmálum og hvar helstu áherslumál sveitarfélaga gætu legið í loftslagsmálum m.t.t. skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi.

Fyrirkomulag: Fyrirlestur og samtal í rauntíma í gegnum ZOOM.
Tímasetning: 

  • Fimmtudagurinn 9. nóvember frá kl. 11.00-11.45

Markhópur: Kjörnir fulltrúar sveitarfélaga og starfsfólk í umhverfis og skipulagsmálum.

Leiðbeinandi:  Rafn Helgason sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann er m.a. umsjónarmaður losunarbókhalds og  starfsmaður í starfshóp um kolefnismarkaði á vegum umhverfis orku og loftslagsráðuneytis.

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið gefa:

Kristín Björk – 460-5724 – kristin@simey.is
Ingunn Helga – 460-5727 – ingunn@simey.is
Hilmar Valur – 464-5100 – hilmar@hac.is

Tími

(Fimmtudagur) 11:00

Staðsetning

Netnámskeið