Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook

05mar13:0016:00Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook13:00 - 16:00(GMT-11:00)

Nánar um viðburð

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Láttu ekki Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Í þessu námskeiði lærum við að nota Outlook sem tímastjórnunartæki.

Við skoðum hvernig pósta við eigum EKKI að senda frá vinnunetfangi og hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni. Við lærum hagnýtar leiðir í Outlook sem eru hannaðar til að hjálpa okkur að ná stjórn á vinnudeginum. Við lærum hvaða stillingum við getum breytt í Outlook til þess að taka stjórnina í okkar hendur.  Við skoðum hvernig Outlook tala við önnur forrit eins og t.d OneNote og Teams og hvernig við nýtum þau með Outlook.

Fyrir hverja?

Fyrir alla sem vilja læra hvernig Outlook getur hjálpað okkur að ná stjórn á vinnudeginum

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson, Microsoft sérfræðingur

Hvar og hvenær:  5.mars 13:00 -16:00

Tími

(Þriðjudagur) 13:00 - 16:00(GMT-11:00)