Ókeypis námskeið í Fablab Húsavík 25. maí

25maí17:0020:00Ókeypis námskeið í Fablab Húsavík 25. maí17:00 - 20:00

Nánar um viðburð

Við ætlum að bjóða upp á stutt námskeið þar sem kennt verður á Inkscape ásamt því að þátttakendur útbúa hlut í laserskera.

Nú er þriðja áfanga evrópska samstarfsverkefnisins SPECIAL lokið. Verkefnið snýr að því að útbúa námsefni fyrir ungt fólk sem er án atvinnu og menntunar eða skilgreindum hópi sem kallast NEET. Markmiðið er að styðja þau til þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði.

Við höfum útbúið efni sem ætlað er fyrir fólk sem hefur áhuga á stafrænum lausnum og frumkvöðlastarfi. Við munum kynna hluta námsefnisins og kennum við á forrit fyrir tví- og þrívíddarteikningu þar sem sérstök áhersla er lögð á þá tækni sem Fablabið hefur upp á að bjóða.

Það er von okkar að þátttakendur verði hluti af hópi frumkvöðla sem munu nýta sér Fablab í framtíðinni.

Við erum með fá sæti sæti í boði og því óskum við eftir því að fólk skrái sig með því að smella á skráningarhnapp. 

 

Námskeið haldið fimmtudaginn 25. maí kl:17:00-20:00

Tími

(Fimmtudagur) 17:00 - 20:00