Júní, 2022

Nánar um viðburð
Hvað er óáþreifanlegur menningararfur og hvernig vinnum við með hann? Tækifæri og áskoranir við þróun framtíðarsýnar Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður haldið á Húsavík í nýju húsnæði Þekkingarnetsins á Hafnarstétt (neðri
Nánar um viðburð
Hvað er óáþreifanlegur menningararfur og hvernig vinnum við með hann?
Tækifæri og áskoranir við þróun framtíðarsýnar
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Námskeiðið verður haldið á Húsavík í nýju húsnæði Þekkingarnetsins á Hafnarstétt (neðri hæð Hvalasafnsins) en einnig verður í boði að vera með á netinu. Kennari er Huld Hafliðadóttir.
Allir skráðir þátttakendur fá senda slóð á námskeiðið.
Nánari upplýsingar í síma: 464 5130
Námskeiðið er hluti af verkefninu NICHE sem er styrkt af Erasmus+, Samstarfsáætlun Evrópusambandsins.
NICHE er 24 mánaða Erasmus+ verkefni sem unnið er af hópi níu samstarfsaðila frá sjö Evrópulöndum (Íslandi, Írlandi, Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Svíþjóð og Belgíu). Markmið NICHE (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship) er að efla frumkvöðlastarf á sviði óáþreifanlegs menningararfs með því að þróa nýjar leiðir til þjálfunar þeirra sem starfa við greinina (núverandi og tilvonandi).
Allt efni, svo sem kennsluefni, leiðbeiningar og myndbönd sem verkefnið mun skila af sér verður opið almenningi. Örnámskeiðið er hluti af vinnu samstarfaðilanna og er endurgjöf þátttakenda í lok námskeiðs liður í þeirri vinnu.
Tími
(Miðvikudagur) 10:00 - 11:30
Staðsetning
Salur Þekkingarnets Þingeyinga Húsavík eða netnámskeið