Ríkara líf - Þakklæti og hamingja - Vefnámskeið

12feb(feb 12)17:0026(feb 26)19:00Ríkara líf - Þakklæti og hamingja - Vefnámskeið17:00 - 19:00 (26)(GMT-11:00)

Nánar um viðburð

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Á námskeiðinu öðlumst við þekkingu á hvernig við getum haft áhrif á hugsanir okkar og hegðun. Við skoðum hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm og hvað er á okkar valdi að gera til að öðlast ríkara líf. Flest getum við verið föst í viðjum vanans og erum lítið að fara út fyrir þægindaramminn okkar. En hvenær er þægindaramminn orðinn heftandi? og hvenær er vanahegðun orðin óheilbrigð fyrir okkur eða ekki að þjóna okkur á sama hátt og áður. Á þessu námskeiði færðu aðstoð og utan umhald til að gera varanlegar breytingar á lífi þínu, Hvort sem það er að komast út úr hugsanamynstri sem er ekki að þjóna þér lengur eða vanahegðun sem þig langar að stokka upp í. Í lok námskeiðsins verður þú komin/nn/ð með verkfæri til að halda áfram að auðga líf þitt. Þú heldur á lyklinum að eigin hamingju…

Eftir námskeiðið 

Hugsanir og hugsanamynstur

Þú hefur öðlast skilning á hversu stórt vægi hugsanir og hugsanamynstur hefur á líf þitt. Hvernig þú getur unnið með hugsanir svo þær séu að vinna að hamingju þinni, séu að auðga líf þitt. Þú færist nær því að vita hver þú ert og hvað raunverulega veitir þér hamingju

Þakklætisdagbókin mín

Kærleikur og þakklæti eru það sem gerir okkur auðmjúk og dregur fram það besta í okkur. Að fara í gegn um bókina með stuðningi og utan umhaldi hjálpa þér að gera skrifin að vana sem kemur til með að auka hamingju þína dag frá degi

Að lifa í núinu

Það er ótrúlegt hversu mikil núvitundaræfing er fólgin í að byrja og enda daginn á 5 mínútna dagbókarskrifum með ásetningi.

Vanahegðun

Þú hefur öðlast betri skilning á hvað litlar jákvæðar breytingar á hverjum degi geta gjörbreytt lífi þínu til hins betra. Að koma sér upp uppbyggilegum vana dag hvern getur sannarlega dimmu í dagsljós breytt.

Gjafabréf í markþjálfun

Fyrir þá sem vilja nýta sér markþjálfun til að dýpka skilning á einhverju sem kemur upp á námskeiðinu þá er það gjöf mín til þín. Hvort sem það er að finna út hvað gerir þig hamingjusama/nn/ð eða vinna með hugsanir og vanahegðun

Leiðbeinandi:  Margrét Gunnarsdóttir markþjálfi og höfundur þakklætisdagbókarinnar.

Hvar og hvenær:  Á ZOOM í 3 * 2 tímar frá kl. 17:00-19:00, mánudagana 12., 19. og  26. febrúar.

Tími

12 (Mánudagur) 17:00 - 26 (Mánudagur) 19:00(GMT-11:00)