Starfslokanámskeið

23maí16:30StarfslokanámskeiðÍ samstarfi við Framsýn16:30

Nánar um viðburð

Framsýn í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga, stendur fyrir starfslokanámskeiði. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu.  

Að hætta á vinnumarkaði þarf að undirbúa vel. Breytingin hefur mikil áhrif á líf fólks og er stórt skref að stíga. Með góðum undirbúningi er hægt að gera nýja hlutverkið í lífinu jákvætt. 

Á námskeiðinu fjalla sérfræðingar til að mynda um lífeyrisréttindi,  heilsu og réttindi hjá stéttarfélaginu og svara fyrirspurnunum frá þátttakendum. Einnig verður fjallað um hvað er í boði í félagsstarfi og fræðslu fyrir fólk sem er komið á aldur. 

 

Breiðamýri 23.05.23 kl 16:30

Tími

(Þriðjudagur) 16:30

Staðsetning

Breiðamýri