Þroskaverkefni ellinnar

11apr14:0016:00Þroskaverkefni ellinnar14:00 - 16:00(GMT-11:00)

Nánar um viðburð

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Efni sem farið er í fyrirlestrinum:

  • Öldrun skilgreind og gerð grein fyrir helstu kenningum um hana (þ.e. hvers vegna við eldumst).
  • Farið yfir helstu öldrunarbreytingar miðað við að heilsa haldist góð, sérstök áhersla á eðlilegar breytingar á vitrænni getu og starfsemi heilans.
  • Gerð grein fyrir helstu sál-félagslegu kenningum um öldrun, þ.á.m. kenningum um þroskastig ævinnar.
  • „Farsæl öldrun“ – hvað einkennir hana? Nokkrar hugmyndir ræddar.
  • Tilfinningalegar þarfir.
  • Samskipti og breytingar á þeim yfir tíma (yngstu/elstu í hópnum).
  • Nálægð dauðans.
  • Yfirlit yfir íslenska öldrunarþjónustu.

Námskeiðið er góður undanfari námskeiðsins Mannréttindi aldraðra.

Leiðbeinandi: Sigrún Huld Þorgrímsdóttir.

Hvar og hvenær:  11. apríl kl. 14-16, vefnámskeið.

Tími

(Fimmtudagur) 14:00 - 16:00(GMT-11:00)