Töfrandi taktar - byrjendanámskeið í raftónlist

27feb17:3020:30Töfrandi taktar - byrjendanámskeið í raftónlistÍ Fablab Húsavík17:30 - 20:30(GMT+00:00)

Nánar um viðburð

Byrjendanámskeið í raftónlist verður haldið í FabLab Húsavík þann 27.febrúar næstkomandi. Farið verður í grundvallaratriði í raftónlist með sérstaka áherslu á taktasmíði. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að kveikja áhuga og koma fólki af stað – gera þátttakendum ljóst að möguleikarnir eru nánast endalausir og að allir geta búið til tónlist! Það eina sem til þarf er einfaldur búnaður og hugmyndaflug!

 

Námskeiðið skiptist í 3 hluta:

 

Kynning: Örstutt ágrip yfir sögu raftónlistar, sýnikennsla á forritið sem við notum, FL studio, og farið yfir það hvernig við byggjum upp þéttan takt, skref fyrir skref. (~30mín.)

 

Verklegt: Nemendur búa til lag með aðstoð kennara. (~90-120mín)

 

Yfirferð og spjall og spurningar: Nemendur kynna lögin sín og við förum yfir þau og ræðum saman (~30mín)

 

Endilega kíktu og komdu þér af stað við að skapa!

Kl. 17:30 – 20:30.

Kostar 9.900 kr.

Kennari: Axel Árnason

Tími

(Þriðjudagur) 17:30 - 20:30(GMT+00:00)