This is a repeating event

Velferðartækni

17jan10:00VelferðartækniFjarkennt með staðlotu10:00

Nánar um viðburð

Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi.

Námið skiptist í fimm námsþætti og er tilgangur þess að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi.

Námsgreinar:

  • Velferðarþjónusta og tækni
  • Stefnur og starfsumhverfi
  • Samskipti, miðlun og gagnvirkni
  • Velferðarlausnir
  • Starfsþjálfun

Námið hefst í janúar 2024, dagsetning verður birt á heimasíðu þegar hún liggur fyrir. Einnig bjóðum við stofnunum og fyrirtækjum að setja af stað lokaða hópa.

Lengd: Námið er 40 klst

Verð: 17.000 kr.

Hentar fyrir öll sem eru:

18 ára og eldri, þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.

Tími

(Miðvikudagur) 10:00

Staðsetning