Í desember fóru starfsmenn Þekkingarnetsins til Brussel þar sem upphafsfundur Evrópuverkefnisins Sustain-it var haldinn. Samstarfaðilar voru þar allir mættir saman og lofar samstarfið góðu. Þekkingarnetið stýrir verkefninu en samstarfsaðilar eru frá Belgíu, Ítalíu, Spáni, Kýpur og Írlandi, auk Nýheima á Höfn í Hornafirði. SUSTAIN-IT verkefnið miðar að því að skapa markvissar aðferðir til þjálfunar starfsfólks og rekstraraðila í ferðaþjónustu þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Á fundinum var farið yfir fyrsta hluta verkefnisins sem snýst meðal annars um að kortleggja þá þekkingu og færni sem liggur í ferðaþjónustugeiranum og hjá fræðsluaðilum, ásamt því að kynnast samstarfsaðilunum og stilla saman strengi. Arnþrúður, nýr starfsmaður ÞÞ í Mývatnssveit er verkefnisstjóri í verkefninu en auk hennar voru Hilmar og Gréta Bergrún sem munu einnig vinna að verkefninu. Auk þess að sitja fundarhöld var sameiginlegur kvöldverður á ekta ítölskum veitingastað, með öllu tilheyrandi, hávaða, þrengslum, en fyrst og fremst góðum mat og gleði. Næsti fundur í verkefninu verður í maí á Ítalíu en lokafundur og lokaráðstefna verkefnisin verður á Íslandi haust 2020.