
Næsta vetur er stefnt að því að bjóða upp á nám til félagsliða. Boðið verður upp á félagsliðabrú og tekur námið fjórar annir.
Inntökuskilyrði í námið eru:
Að vera að lágmarki 22 ára.
Hafa þriggja ára starfsreynslu á vettvangi félagsliða.
Hafa lokið starfstengdum námskeiðum.
Skráning í námið er á hac@hac.is eða í símanúmer 464-5100.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Guðrúnu Helgu á gudrunhelga@hac.is eða í síma 894-1301.