Fiskvinnslufólk byrjar árið á skólabekk

001
Ásdís Vilborg Pálsdóttir fræðir nemendur á Raufarhöfn um innra eftirlit.

Oft er rólegt hjá fiskvinnslufyrirtækjum í byrjun janúar og þá er tíminn gjarnan nýttur til námskeiðahalds. Þekkingarnetið stóð fyrir tveimur 60 stunda grunnnámskeiðum fyrir fiskvinnslufólk á Húsavík og Raufarhöfn og voru þau vel sótt. Þetta er fjölbreytt námsleið sem tekur á ýmsum þáttum auk þess sem snýr beint að hráefninu, þ.á.m. skyndihjálp, sjálfstyrkingu, vinnuaðstöðu og vinnustellingum, fjölmenningu og fleiri áhugaverðum hlutum.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X