Sunnudaginn 17. maí opnaði í Safnahúsinu á Húsavík sýningin Í andlitinu speglast sagan sem Halldóra Kristín Bjarnadóttir hefur unnið að í um eitt ár. Sýningin er lokapunktur verkefnis sem Halldóra vann í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga fyrir styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Í verkefninu leitaðist Halldóra við að fanga lífsreynslu og minningar fólks í Þingeyjarsýslum og um leið samfélagsins sem það sprettur upp úr. Það gerði hún annars vegar með því að nota portrait-ljósmyndir og hins vegar viðtöl.
Sýningin var vel sótt á opnunardaginn en yfir 100 manns komu í Safnahúsið til að skoða ljósmyndir Halldóru og sögubrotin sem hún skráði eftir viðmælendum sínum.
Við hvetjum alla til að koma við í Safnahúsinu og skoða sýninguna sem er ómetanlega heimild um líf sem einu sinni var. Sýningin er opin alla daga kl. 10-16 út maí og frá kl. 10-18 út júní.
Myndirnar frá sýningunni eru teknar ef Erni Björnssyni.