Fræðslustjóri að láni til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík

Í gær voru undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) vegna starfsstöðvarinnar á Húsavík. Áður hafa verið unnin sambærileg verkefni á starfsstöðvum HSN á Blönduósi, Sauðárkróki og í Fjallabyggð.

Samningurinn felur í sér að Ríkismennt útvegar Fræðslustjóra að láni í ákveðinn tíma og stefnt er að því að meta stöðu fræðslumála og endurmenntunar. Sérstök áhersla verður á almenna starfsmenn HSN á Húsavík sem flestir eru félagsmenn í Framsýn stéttarfélagi. Ríkismennt gerði samning við Þekkingarnet Þingeyinga um að útvega ráðgjafa til að sjá um verkefnið.

Skilgreindar verða þarfir og væntingar starfsmanna til sí-og endurmenntunar og í framhaldi af því hönnuð áætlun um fræðslu til lengri tíma.

Þegar vinnunni er lokið á Húsavík verður gefin út heildstæð fræðsluáætlun fyrir alla stofnunina. Fyrstu námskeiðin hjá HSN verða haldin núna í desember og síðan í janúar 2016.

Mynd sem fylgir fréttinni er tekin við undirskrift samninga.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X