Fundur í EU-NET á Húsavík

Dagana 12. og 13. apríl var haldinn vinnufundur hjá Þekkingarnetinu á Húsavík í EU NET samstarfsverkefninu. EU NET stendur fyrir „European Networking as a method for further training and exchange of ideas in the lifelong learning sector“og er Erasmus+ samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu.

Gestir okkar og samstarfsaðilar Þekkingarnetins í þessu verkefni koma frá Póllandi, Ungverjalandi, Ítalíu og Portúgal. Meginverkefni fundarins var að yfirfara fyrstu afurð verkefnisins sem er notendahandbók fyrir byrjendur í evrópskum samstarfsverkefnum. Hún er að mestu leyti klár og hefur verið þýdd yfir á íslensku og önnur tungumál samstarfsaðilanna. Nú liggur fyrir að koma henni í tilraunakeyrslu og fá viðbrögð á það sem betur má fara. Nú á vormánuðum hefst svo vinna við seinni hlutann sem er önnur notendahandbók og á hún að vera klár fyrir næstu áramót.

Fundurinn gekk heilt yfir mjög vel og samstarfsaðilar okkar voru ánægðir að fá tækifæri til að heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Þetta er skemmtilegur og skapandi hópur sem gaman er að vinna með. Verkefnið er einnig mjög spennandi og okkar trú á að afrasktur þess muni nýtast aðilum sem hafa áhuga á að starfa í evrópskum samstarfsverkefnum mjög vel.

Frekari upplýsingar um verkefnið gefur hilmar@hac.is and ingibjorg@hac.is

Deila þessum póst