Jarðskjálftar hafa valdið tjóni á Norðurlandi, svo þekkt sé í sögunni, við Kópasker 1976, í Skagafirði 1963, á Dalvík 1934, í Kelduhverfi 1885, við Siglufjörð 1838 og við Skjálfanda 1872 og 1755. Upptök þessara skjálfta eru í Tjörnes-brotabeltinu sem liggur meðfram norðurströndinni, frá Öxarfirði til Skagafjarðar. Með sívökulu eftirliti og rannsóknum má draga úr tjóni sem jarðskjálftar á þessu svæði gætu valdið fólki, samfélögum og mannvirkjum. Í fyrirlestrunum verður sagt frá mikilvægum rannsóknarniðurstöðum og uppbyggingu slíks eftirlits.
Kópasker, skjálftasetrið, fimmtudaginn 10. nóvember kl 18:00
Fyrirlesari er Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur.
Fyrirlesturinn er í boði Þekkingarnets Þingeyinga en skráning er nauðsynleg: 464-5100 / www.hac.is eða hac@hac.is