Það hefur verið skemmtilegt í vinnunni á Þekkingarsetrinu á Húsavík síðustu daga þar sem „leynivinavika“ hefur staðið yfir. Eins og oft vill verða á þessum vinnustað hafa mál þróast í þá veru að upp hefur komið mikil samkeppni um viðgjörning og óskaplega mikla vinsemd sem sýnd er.
Fyrstu merki um leynivinskapinn voru lítil falleg atriði eins og vísur, súkkúlaðimolar á skrifborðum, huggulegar orðsendingar og logandi kertaljós. Fljótlega hljóp hörð keppni í vinskapinn sem færðist út í vönduð myndbönd og veglegri gjafir og uppákomur.
Sennilega er ágætt að vikunni fer að ljúka því keppnishörku leynivinanna virðast engin takmörk sett!
Leynivinur Guðrúnar Óskar sendi henni hvorki meira né minna en
dúett sem flutti óaðfinnanlega fallegt jólalag í afgreiðslunni!
Sami leynivinur færði Guðrúnu daginn áður fótanuddtæki með volgu vatni og baðsalti til að nota við skrifborðið.
Hilmari Val voru færðir þrír kældir jólabjórar í fötu.
Erla Dögg fékk stóran spegil til að geta dáðst að því hversu „gordjöss“ hún er.
Lilju var færður jólabjór í morgunsárið (og rauðvínsflaska daginn eftir!)
Löng og mikil myndbönd hafa borist leynivinum…
Sumir hafa fengið borð sín skreytt vandlega.
Óli fékk hálfa jólaköku (innpökkuð og framborin af karlmanni).