Í morgun kom frekar óvanalegur nemandi að Menntasetrinu á Þórshöfn en það er Gassi gæs. Ekki vildi hann þó koma inn en hann hefur gert sig heimakominn hjá Hildi í Holti undanfarna daga og í dag ákvað hann að elta hana í vinnuna, flaug við hlið bilsins alla leið. Gassi mun vera gæsarungi sem Brynhildur prestur hefur fóstrað í sumar og er saknað þar á bæ. Hann var hinn rólegasti þegar starfsfólkið rauk út með kaffibollann í hendinni að skoða gripinn, hefur nú hreiðrað um sig undir bílnum hennar Hildar en verður komið til fóstru sinnar í dag. Svona var sagan af Gassa gæs frá Skeggjastöðum.
Gassi gengur menntaveginn

Deila þessum póst
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email