Gleðileg jól!

Starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Við ætlum að halda upp á það að þessu blessaða ári sé senn að ljúka með því að hafa skrifstofur okkar lokaðar frá og með 24. des til og með 3. jan. Sjáumst endurnærð, glöð og kát á næsta ári. Það er okkar ósk að þið eigið gleðileg jól og góðar stundir með ykkar allra nánustu. Héðan í frá er það svo bara upp og áfram, 2021 verður nefnilega frábært ár.
Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs með ykkur öllum á nýju ári. Bestu jólakveðjur, starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga á Húsavík, Mývatnssveit og Þórshöfn.

Deila þessum póst