Gluggi út í heim – að heiman og aftur heim

Þekkingarnet Þingeyinga fékk á árinu styrk úr uppbyggingarsjóði sóknaráætlunar Norðurlands eystra vegna verkefnis sem við ber heitið Gluggi út í heim: Að heiman og aftur heim. Verkefnið er ljósmynda- og söguverkefni.

Í verkefninu verður rætt við sex einstaklinga af erlendum uppruna sem búsettir eru á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga og hafa verið undanfarin ár. Nicola van Kuilenburg sem er einn þeirra háskólanema sem starfa við sumarverkefni hjá okkur á Þekkingarnetinu í sumar mun vinna að verkefninu undir leiðsögn Lilju Berglind Rögnvaldsdóttur og Helenu Eydís Ingólfsdóttur.

Nicola mun spyrja viðmælendur sín um bernsku þeirra og upvöxt í heimalandinu, persónulega lífsreynslu þeirra, siði, venjur, menningu og viðburði sem tilheyra heimalandi þeirra og hafa með einum eða öðrum hætti haft áhrif á þá eða móta líf þeirra. Tilgangurinn er að laða fram sögur sem eru upplýsandi fyrir íbúa á svæðinu og til þess fallnar að auka skilning, umburðarlyndi og virðingu manna á milli.

Lokaafurð verkefnisins verður sýning þar sem birtar verðar myndir af viðmælendunum og hægt verður að hlýða á sögurnar á íslensku, ensku og móðurmáli viðmælenda.

Deila þessum póst