Góð þátttaka á námskeiði um grunnatriði HAM

Dögg Stefánsdóttir kennari

Góð þátttaka er á námskeiðinu Uppleið sem Þekkingarnetið stendur fyrir þessa dagana. Á námskeiðinu eru þátttakendum kennd grunnatriði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) með það að markmiði að læra hvernig hugsanir, hegðun og tilfinningar geta haft áhrif á líðan.

Kennari á námskeiðinu er Dögg Stefánsdóttir sem hefur sérhæft sig í HAM auk þess að vera sálfræðimenntuð og lífsþjálfi.

Almenn ánægja er meðal þátttakenda sem margir hafa góðar væntingar um breyttar lífsvenjur og bætta líðan eftir námskeiðið.

 

Deila þessum póst