Góðan dag, hvað segir þú gott?

Þessa setningu og margar fleiri lærðu áhugasamir nemendur á íslenskunámskeiði á Þórshöfn, en fyrsta námskeiðinu lauk í gær. Flestir í hópnum eru áhugasamir um að halda íslenskunáminu áfram og hefst næsta námskeið þann 18. mars. Það er alltaf glatt á hjalla í svona hópi og hlökkum við til að halda áfram með þessum skemmtilegu nemendum. Ef þið hittið þau, talið endilega íslensku við þau!

Deila þessum póst