Gréta Bergrún fær styrk til doktorsrannsóknar

greta

Gréta Bergrún eftir afhengingu styrksins úr Jafnréttissjóði

Þau ánægjulegu tíðindi urðu nýverið að starfsmaður Þekkingarnetsins, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, hlaut styrk úr Jafnréttissjóði til doktorsrannsóknar. Stefnt er að því að rannsóknin verði unnin undir stjórn Háskólans á Akureyri og hefjist komandi haust.  Verkefnið fjallar um „áhrif nærsamfélagsins á ungar konur í sjávarbyggðum“ þar sem búseta og búferlaflutningar eru í forgrunni. Þekkingarnetið telur sig eiga svolitla hlutdeild í þessu öllu saman, m.a. með því að hafa krækt í Grétu til rannsóknastarfa og byggt upp starfsstöð á Þórshöfn þar sem hún býr og starfar. Stefnan er því sú að halda í Grétu Bergrúnu eftir sem áður við störf fyrir Þekkingarnetið og er um þessar mundir unnið að því að móta slíkt samstarf um aðkomu rannsóknasviðs Þekkingarnetsins að verkefninu.

Samstarfsfólkið á Þekkingarnetinu óskar Grétu innilega til hamingju með þetta skref, sem er bæði ánægjulegt og hvetjandi fyrir fólk sem starfar við þekkingargeirann í hinum dreifðu byggðum landsins.

Deila þessum póst