Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Helgu Ágústsdóttur í starf náms- og starfsráðgjafa hjá Þekkingarnetinu. Guðrún Helga hefur lokið M.A.-námi í náms og starfsráðgjöf, B.A. námi í félagsráðgjöf og viðbótardiplómanámi á meistarastigi í félagsfræði. Þá stundar hún diplómanám í starfsendurhæfingu samhliða vinnu.
Guðrún Helga mun leiða vinnu við náms- og starfsráðgjöf hjá Þekkingarnetinu og einnig sinna ýmsum öðrum fræðslutengdum verkefnum.
Guðrún Helga mun hefja störf að loknu sumri og bjóðum við hana velkomna í starfsmannahóp Þekkingarnetsins.