Viskínámskeið með Snorra Guð varð loksins að veruleika á Þórshöfn eftir nokkrar tilraunir síðustu árin. Fræðsla um viskíframleiðslu frá upphafi til vorra daga í bland við smakk á veigunum gerði föstudagskvöldið að hinni bestu skemmtun. Sjónum var aðallega beint að Skotlandi en Írland kom einnig við sögu. Smakkaðar voru 9 tegundir og mikið af vatni drukkið á milli þannig að allt fór vel fram. Vonumst til að fá Snorra til okkar með fleiri viskínámskeið, en hann á víst nóg af fjölbreyttum námskeiðum um viskí í handraðanum, enda sérfræðingur á því sviði.