Gulrætur og góðir námsmenn

Þekkingarnetið hefur alla tíð haldið þann sið að lauma einhverju að maula í skálar fyrir námsmenn, sem sitja sveittir á öllum tímum sólarhrings á þessum árstíma við próflestur. Konfekt og kruðerí hefur þetta oftast verið. Markmiðið með þessu er auðvitað grímulaus viðleitni til að lokka námsmenn í hús og hvetja áfram við námið.

En nú er komið að lífrænum og lýðheilsuvænum lausnum. 40 kg af lífrænum Akursels-gulrótum og rófum eru komin í hús úr Þistilfirðinum. Nú mega námsmennirnir hafa sig alla við að klára þetta áður en prófatíðinni lýkur.  Það verður ekkert gefið eftir fyrr en þetta er búið allt saman.

 

[Ath. vakin skal athygli á því að þrátt fyrir fyrrgreinda stefnu mun brúkun harðari efna í neyðartilvikum á löngum lestrarnóttum ekki útilokuð með öllu, þ.e. góðu Macintosh-molanna og svarts kaffis.]

Deila þessum póst