Háskólanemi við störf á Raufarhöfn í sumar

Í sumar verður Þóra Björg Andrésdóttir háskólanemi að vinna að sumarverkefni á Raufarhöfn. Þóra er nemi í jarðfræði við Háskóla Íslands, mikið náttúrubarn og spennt að takast á við sumarið. Hún mun vinna að gera ferðamannakorts fyrir Raufarhöfn og sléttu, þar sem staðsetning heimskautsbaugs verður skrásett og tengd við sögulega atburði á Raufarhöfn. Einnig verða merktar skemmtilegar gönguleiðir inná kortið ásamt fleiri gagnlegum og skemmtilegum upplýsingum. Vinnuaðstöðu hefur hún í ráðhúsinu í herbergi sem Þekkingarnetið hefur aðgang að en hún ætlar að búa á tjaldstæðinu í sumar. Þóra á nefninlega þrjú börn sem hún tók bara með, ásamt barnapíu, og þau eru alvön enda þriðja sumarið sem þau búa í fellihýsinu þangað sem hugurinn dregur þau. Krakkarnir tóku með sér hjól og veiðistangir og engan bilbug að finna á þeim að eyða sumrinu á nýjum stað. Við vonum að Raufarhafnarbúar taki vel á móti þeim og aðstoði eftir bestu getu við upplýsingaöflun.20140625_115214

Deila þessum póst