Birgitta og Sylvía Haukdal eru næstu föstudagsgestir

Föstudagsgestir Þekkingarnetsins að þessu sinni eru systurnar Sylvía og Birgitta Haukdal. Þær systur munu koma okkur í jólaskap með söng og bakstri, já við ætlum að baka í beinni.
Við erum jafn spennt og þið að sjá hvernig þetta mun koma út. Okkar gisk er að þetta verði falleg, jólaleg og notaleg morgunstund með Húsvísku hæfileikastystrunum.
Hellið upp á sparikaffið, setjist niður og slakið örlítið á og fylgist með á Facebokk síðu okkar kl. 10:00 á föstudagsmorguninn og látið Birgittu og Sylvíu koma ykkur í jólastemmarann. Það koma alveg jól þó það sé ekki búið að þrífa efri skápana.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X