Haustundirbúningur á Þekkingarnetinu

Þessa dagana er starfsfólk Þekkingarnetsins að tínast inn úr sumarorlofi. Haustin eru jafnan annasöm. Allmörg námskeið og námsleiðir fara af stað í septemberbyrjun, sem útheimtir töluverða vinnu við útfærslu, markaðsstarf og kynningu.  Þá liggja fyrir þó nokkur þróunar- og rannsóknaverkefni þetta árið sem útheimta vinnu á rannsóknasviðinu.
Reyndar hefur verið starfsemi hjá Þekkingarnetinu í allt sumar og stofnuninni ekkert verið lokað. Sumarstarfsmenn hafa verið við störf bæði á Húsavík og á Þórshöfn í alls 6 sumarrannsóknaverkefnum.  Öll þessi verkefni þarf að klára, a.m.k. með áfangaskýrslum, í lok sumars eða snemma í haust.

Það eru allir velkomnir í kaffispjall á Þekkingarsetrið eins og vanalega, en síðsumars er alltaf gott að fá góða gesti í heimsókn til að gauka að okkur hugmyndum, víkka sjóndeildarhringinn og hafa áhrif á það sem við tökum okkur fyrir hendur komandi vetur!

Deila þessum póst