Þekkingarsetrið þakkar öllum þeim sem mættu í gær til að ræða um stöðu og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun. Dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir stýrði umræðum rýnihópsins þar sem margar áhugaverðar hugmyndir og athugasemdir komu fram. Mikilvægt er að heyra skoðanir íbúa á hlutverki setursins og verður unnið með allt sem fram kom á fundinum.
Rýnihópurinn var hluti af stærri rannsókn Þekkingarnets Þingeyinga, Nýheima Þekkingarseturs og Háskólafélags Suðurlands um sama efni. Niðurstöður rannsóknarinnar munu gefa setrunum mikilvægar vísbendingar um hvernig betur megi þjóna nærsamfélagi sínu.