Hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun

Þekkingarsetrið þakkar öllum þeim sem mættu í gær til að ræða um stöðu og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun. Dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir stýrði umræðum rýnihópsins þar sem margar áhugaverðar hugmyndir og athugasemdir komu fram. Mikilvægt er að heyra skoðanir íbúa á hlutverki setursins og verður unnið með allt sem fram kom á fundinum.

Rýnihópurinn var hluti af stærri rannsókn Þekkingarnets Þingeyinga, Nýheima Þekkingarseturs og Háskólafélags Suðurlands um sama efni. Niðurstöður rannsóknarinnar munu gefa setrunum mikilvægar vísbendingar um hvernig betur megi þjóna nærsamfélagi sínu.

Deila þessum póst