„Hrepparar“ á skólabekk

Í haust hófst námsleið hjá okkur sem heitir því þjála nafni „Starfsnám á samgangna-, umhverfis- og framkvæmdasviði“. Um er að ræða 200 kennslustunda nám sem tekur yfir tvær annir. Nemendur á þessari námsleið eru starfsmenn þjónustumiðstöðva sveitarfélaga. Á Þórshöfn er góð þátttaka eða 5 manns og mæta þeir á miðvikudagsmorgnum í Menntasetrið til að taka inn fróðleikinn í gegnum fjarfundabúnað. En svona nám getur tekið á eins og meðfylgjandi myndir sýna glöggt. Ef þið mætið þessum á götu þá er ekkert vitlaust að gefa þeim eitt gott knús.

Deila þessum póst