Hress útskriftarhópur

Í gær útskrifuðust 10 nemendur úr íslensku 2B. Kennslan hefur farið fram í Framhaldsskólanum á Húsavík, tvo seinni parta í viku sl. 5 vikur. Þessi öflugi hópur hefur nú lokið 120 kest. í íslensku og engan bilbug er á þeim að finna. Þau skráðu sig öll á næsta námskeið, 3A, sem fer af stað í byrjun febrúar.

IMG_6926
Erla Dögg ahfendir hér Mörtu viðurkenningarskjalið. Gleðin leyndi sér ekki. Alls ekki.

Heiða Guðmundsdóttir hefur kennt undanfarin námskeið og náð einstaklega vel til nemenda. Enda er Heiða sómakona og óvenju hress.

IMG_6936
Flottur hópur. Á myndina vantar tvo nemendur sem luku námskeiðinu.

Erla Dögg, náms- og starfsráðgjafinn okkar leit við í síðasta tímanum, ræddi við hópinn um framhaldið og veitti í lok tímans öllum nemendum viðurkenningarskjöl.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur í febrúar.

Deila þessum póst