Hugmyndaflug um þorpið við Heimskautsbaug

Laugardaginn 1. mars stendur Þekkingarnetið ásamt Raufarhafnarhópnum að hugmyndaflugi á Raufarhöfn. Dagskrá byrjar kl 11. á Hótel Norðurljósum þar sem Gunnar Jóhannesson segir frá þeirri vinnu sem er í gangi hjá Raufarhafnarhópnum varðandi Heimskautsgerði og þorpið í heild. Eftir hádegisverð eru vinnustofur þar sem farið verður í hugmyndavinnslu er varða minjagripi og handverk, og einnig aðkomu og umhverfi bæjarins. Hvetjum áhugasama til að mæta og taka þátt í þessu verkefni með Raufarhafnarbúum. Uppbygging ferðaþjónustu er langhlaup og mikilvægt að íbúar svæðisins séu þátttakendur í ferlinu.

Deila þessum póst