Hvað viltu læra í haust?!

wordcloudÞessa dagana stendur yfir undirbúningur haustmisseris 2016 hjá Þekkingarnetinu. Þó sannarlega sé ennþá sumar þarf að hyggja að ýmsu fyrir haustið. Námsvísir verður gefinn út og honum dreift í septemberbyrjun og mun þar verða kynnt framboð smærri og stærri námskeiða.  Margt liggur þegar fyrir en á næstu dögum og vikum er upplagt að koma með tillögur, hugmyndir og ábendingar til starfsfólks Þekkingarnetsins.  Allt kemur til greina.

Þá er rétt að hvetja háskólanema og fólk sem mögulega hyggur á háskólanám að leita til ráðgjafa Þekkingarnetsins. Þekkingarnetið býður gjaldfrjálsa vinnuaðstöðu í námsverum víða í Þingeyjarsýslum, þ.e. skrifborð og netsamband og fjarfundabúnaði. Og umfram allt félagsskap og kaffibolla með náminu.

Endilega hafið samband. 464 5100 – hac@hac.is

Deila þessum póst