Nýverið var sýnd á RÚV dönsk heimildarmynd um rannsóknir á steypireyðum á Skjálfanda. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík er í aðalhlutverki myndinni en meginefni hennar snýr að rannóknum alþjóðlegs hóps vísindamanna sem dr. Marianne H. Rasmussen forstöðumaður HÍ á Húsavík leiðir. Rannsóknirnar eru gerðar út frá Þekkingarsetrinu á Hafnarstéttinni á Húsavík og unnar í nánu samstarfi við heimaaðila, einkum hvalaskoðunarfyrirækin, en einnig aðra aðila s.s. vélaverkstæði og iðnaðarmenn.
Það eru mikil verðmæti í því fyrir samstarfsaðila Háskóla Íslands í Þekkingarsetrinu á Húsavík að starfa innan um þá alþjóðlegu vísindastarfsemi sem fram fer á vegum rannsóknasetursins.
Marianne H. Rasmussen við rannsóknir á Skjálfanda
(Tengill á heimildarmyndina á RÚV ef klikkað er á myndina)