Hveitikímið komið til Þórshafnar!

Pizzurnar tilbúnar í ofninn.

Október er sannkallaður hveitikímmánuður en hvorki meira né minna en fjögur hveitikímnámskeið eru í boði á svæðinu. Þórshafnarbúar og nágrannar riðu á vaðið í gærkvöldi og lærðu allt um þessa ofurfæðu sem er víst með því hollari sem fyrirfinnst. Hveitikímið inniheldur hvorki meira né minna en 23 næringarefni og er magn næringarefna í hverju grammi meira en í nokkru öðru grænmeti eða korni. Eftir fræðslu og spjall í byrjun þar sem námskeiðsgestir gæddu sér á nachos úr kími og kanlesnúðum var gengið til eldhúss og alls kyns góðmeti bakað, m.a. kúmenklattar, kryddklattar og pizzubotnar. Í lokin gæddu þátttakendur sér síðan á afrakstrinum og fóru saddir og sælir heim. Í næstu viku verða þessi námskeið haldin á Kópaskeri og Húsavík og er óhætt að mæla með þeim fyrir alla sem vilja hugsa um hollustuna.

Pizzurnar tilbúnar í ofninn.

 

Deila þessum póst