Íslenskukennsla fyrir útlendinga

IMG_8197

Íslenskunemar í kennslustund á Þekkingarsetrinu vormisseri 2018

Það sem af er árinu hefur Þekkingarnet Þingeyinga haldið 10 íslenskunámskeið fyrir útlendinga á starfssvæðinu. Námskeiðin hafa flest verið haldin hérna á Húsavík, en einnig í Mývatnssveit og á Kópaskeri. Við höfum verið með tvö námskeið fyrir starfsfólk PCC Bakka Silicon, tvö námskeið fyrir starfsfólk Íslandsbleiku í Öxarfirði og svo opin námskeið þar sem öllum er frjálst að mæta.

Líkt og síðasta sumar stefnum við á að hafa námskeið hér á Húsavík fyrir erlent starfsfólk í ferðaþjónustunni á Húsavík. Í fyrra vorum við með rúmlega 30 manns í tveimur hópum sem sátu námskeið hérna á kvöldin, en það reyndist vera eini tíminn sem hentaði fólki sem vinnur langa daga í vaktavinnu. Við stefnum á svipað fyrirkomulag í sumar.

Markmiðið er að byrja svo af fullum krafti aftur í haust, sennilega í byrjun eða um miðjan september. Við erum tilbúin til að bjóða upp á íslenskunámskeið á öllu starfssvæðinu okkar. Fyrirtæki geta pantað sérsniðin námskeið fyrir sitt starfsfólk en einnig bjóðum við upp á opin námskeið þar sem öllum er frjálst að mæta.

Hægt er að skrá sig á námskeið eða fá frekari upplýsingar um námskeiðin með því að senda póst á hilmar@hac.is

Deila þessum póst