Í morgun hófst alþjóðleg jarðskjálftaráðstefna á Húsavík en þar er saman kominn fjöldi innlendra sem erlendra fræðimanna. Þekkingarnet Þingeyinga sá um skipulag ráðstefnunnar og í kvöld er opið hús í Þekkingarsetrinu kl. 18.20 þar sem hægt er að spyrja nokkra fræðimenn og fulltrúa almannavarna spjörunum úr. Hvetjum alla til að mæta og kynna sér málið.