Jóganámskeiði Miðjunnar lokið

Þekkingarnet Þingeyinga stendur fyrir samstarfi við Fjölmennt um að bjóða Miðjunni á Húsavík og skjólstæðingum þeirra upp á ýmis námskeið yfir vetrartímann. Síðasta mánudag lauk vorönninni en Huld Hafliðadóttir hefur verið að kenna Miðjunni undirstöðuatriði jógaiðkunar. Þegar yfir lauk voru þátttakendur farnir að ná prýðistökum á þeim stellingum og æfingum sem búið var að kenna þeim. Mikil ánægja var meðal þátttakenda og aldrei er að vita nema boðið verði upp á framhaldsnámskeið næsta vetur. Í lok tímans voru þátttakendur leystir út með viðurkenningarskjali um góða frammistöðu.

Deila þessum póst