Nú er byrjuð prófatíð hjá Þekkingarnetinu og það var enginn annar en Jóhann Guðmundsson, skipverji á Geir ÞH sem byrjaði þá vertíð í Menntasetrinu. Jói er að læra til stýrimanns, enda kominn af sjógörpum langt aftur í ættir. Prófið tók hann bara í tölvunni sinni undir vökulu auga yfirsetukonu. Við óskum Jóa góðs gengis í náminu og vonum að hann hafi „masterað“ prófið í morgun.