Jóla, jóla í desember

IMG_7769Þrátt fyrir mikið annríki í desember hefur verið fjör í jólasmiðjum Þekkingarnetsins þetta árið. Á mánudagskvöldið kom saman hópur kvenna á Laugum og bjó til fallegt jólaskraut og kertastjaka undir dyggri leiðsögn Anítu Guttesen keramikhönnuðar. Búnir voru til fallegir munir sem í framtíðinni munu prýða glugga, jólatré og kaffiborð þátttakenda.

20151214_205721

Í gærkvöldi var haldin skemmtileg jólasmiðja á Húsavík þar sem skreyttar voru bollakökur með  jólalegu ívafi. Ásta Hermannsdóttir mætti með fullt fangið af gómsætum bollakökum, skrautmunum og nóg af smjörkremi í hinum ýmsu litum og leiðbeindi ungum sem öldnum. Skreytingarnar voru fjölbreyttar og má þar nefna jólatré, hreindýr og jólakúlur.

Skoða má myndir af jólabollakökunámskeiðinu hér:

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.1042093452509963.1073741873.162169130502404&type=3

Deila þessum póst