Jólahátíðin og undirbúningur næsta misseris

Undirbúningur næsta misseris hefur verið fyrirferðamikill í starfsemi Þekkingarnetsins undanfarnar vikur. Fjölmörg verkefni eru í gangi á öllum þremur starfssviðum stofnunarinnar (rannsóknir, símenntun og háskólanám). Í árslok eru fjarpróf jafnan fyrirferðamikil og var engin breyting frá því þetta árið þar sem tugir fjarnema úr ýmsum háskólum þreyttu próf í starfsstöðvum Þekkingarnetsins.
Starfsstöðvar Þekkingarnetsins standa öllum nemum opnar yfir jólahátíðarnar eins og alla aðra daga ársins, en skrifstofurnar eru þó lokaðar dagana milli hátíða.  Öllum erindum sem snúa að Þekkingarnetinu er vinsamlegast beint á forstöðumann;  oli@hac.is og s. 868 7600.

jolHusavik

Starfsfólk Þekkingarnetsins óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Deila þessum póst