
Jólakransar munu prýða mörg heimili á Raufarhöfn á aðventunni og um jólin en síðastliðinn þriðjudag bauð Þekkingarnetið upp á námskeið í jólakransagerð. Leiðbeinandi var Ólína Margrét Sigurjónsdóttir. Vel var mætt á námskeiðið og urðu til fallegir kransar af öllum stærðum og gerðum. Sverustu grenigreinarnar enduðu síðan í reykkofanum hjá Nönnu og bragðbætir þar hangikjötið fyrir jólin.