Í gær var ein af árlegum jólasmiðjum Þekkingarnetsins haldi á Húsavík en þar bauðst fólki að skera út fallegt jólaskraut í laserskurðarvélinni með aðstoð starfsmanns. Þessi tækni hefur svo marga skemmtilega möguleika og voru þátttakendur mjög áhugasamir um að kynnast tækninni betur eftir að hafa fengið nasaþefinn af því sem hægt er að gera. Fleiri námskeið í laserskurði verða haldin á nýju ári og um að gera að fylgjast með námsvísinum okkar sem kemur út mánaðarlega.