Jólasmiðja Miðjunnar

DSC05298Í gær, mánudaginn 14. desember, var heldur betur glatt á hjalla í Miðjunni. Þá var haldin hin árlega Jólasmiðja sem Þekkingarnet Þingeyinga aðstoðar starfsfólk Miðjunnar við að halda. Á þessum Jólasmiðjum er yfirleitt útbúið eitthvað gotterí sem þátttakendur fara svo með heim. Að þessu sinni voru útbúnar Bounty kúlur. Alls voru 12 mann sem mættu og skemmtu sér öll mjög vel.

Byrjað var á því að búa til deigið og því skellt í kæli í 15 min. Á meðan gæddi fólk sér á piparkökum, súkkulaðirúsínum og skolaði því niður með Malti og Appelsíni. Tveir og tveir voru svo saman í liði við að útbúa þessar ljúffengu kúlur.

Í lok dags voru þátttakendur ánægðir með uppskeruna og mikill spenningur meðal hópsins yfir því að fara heim með afraksturinn og bjóða fjölskyldu og vinum að smakka herlegheitin.

Við á Þekkingarneti Þingeyinga þökkum öllum Miðju hópnum fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til að byrja aftur með einhver skemmtileg námskeið í janúar.

Here má skoða fleiri myndir frá gærdeginum.

Deila þessum póst