Fimmtudaginn 8. maí munu framkvæmdastjórar Kjarnans, þeir Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson, koma í heimsókn til okkar á Þekkingarsetrið og halda námskeið í „Notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi fyrirtækja“.

Mynd: kjarninn.is
Námskeiðið er hugsað sem grunnnámskeið fyrir þá sem vilja kynna sér möguleika samfélagsmiðla við markaðssetningu, með megináherslu á Facebook. Farið verður yfir hvernig best er að bera sig að í uppsetningu á Facebooksíðum fyrir fyrirtæki og hvernig markaðsstarf fer fram á Facebook. Einnig verður farið yfir hvaða samfélagsmiðla fyrirtæki eru helst að nota í markaðsstarfi og hvernig þeir virka.
Eftir námskeiðið er markmiðið að þátttakendur skilji hugmyndafræðina bak við Facebook og geti nýtt sér hana til að setja sitt fyrirtæki á Facebook, ásamt því að þekkja og kunna að nota aðra samfélagsmiðla í markaðsstarfi.
Helstu þættir námskeiðsins;
1. Almenn kynning.
2. Hvernig setur maður upp sína síðu á Facebook.
3. Tegundir Facebook auglýsinga.
4. Hvernig setur þú upp markaðsherferð á Facebook.
5. Hagnýt ráð.
6. Aðrir samfélagsmiðlar og tól sem hjálpa.

Mynd: kjarninn.is
Gísli Jóhann Eysteinsson er annar framkvæmdastjóra Kjarnans og á meðal eigenda hans. Gísli er viðskiptafræðingur með mastersgráðu frá Barcelona Business School í marketing management and e-business. Fimm ára reynsla úr íslenska auglýsinga- og birtingamarkaðnum.
Hjalti Harðarson er annar framkvæmdastjóra Kjarnans og á meðal eigenda hans. Hjalti er viðskiptafræðingur með mastersgráðu frá Copenhagen Business School í International marketing management. Hann er með átta ára reynslu úr fjarskiptageiranum með víðtæka þekkingu og viðskipta- og vöruþróun.
Þetta er frábært tækifæri fyrir alla einstaklinga og fyrirtæki, stór sem smá, sem vilja koma vörum sínum eða þjónustu á framfæri í gegnum samskiptamiðla. Þarna erum við að fá í heimsókn vel menntaða og reynda einstaklinga á því sviði.
Hægt er að skrá sig með því að smella here. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 464-5100.